Barnaafmæli hjá Íshestum

Er barnaafmæli framundan? Komdu með hópinn til okkar og leyfðu börnunum að upplifa eitthvað alveg einstakt!

 

Við byrjum á að bjóða börnunum upp á teymingu í gerðinu okkar og þau sem ekki vilja fara á bak geta tekið mynd af sér með hestinum.

 

Hestateyming og salur
01-15 börn: 35.000 kr.
16-20 börn: 40.000 kr.
21-25 börn: 45.000 kr.
26-30 börn: 50.000 kr.
31-35 börn: 55.000 kr.
36-40 börn: 60.000 kr.

ATH.

Barnaafmælin eru eingöngu bókuð virka daga á milli 16 -18 en velkomið að koma og skreyta salinn fyrir 16:00.

Við getum séð um borðbúnað; diska, glös, hnífapör og munnþurrkur.

Velkomið er að koma með kökur, eftirrétti, gos og drykki á staðinn.

Foreldrar afmælisbarnsins þurfa að vera vera á svæðinu allan tímann.

Greiðslufyrirkomulag, greitt er fyrir salinn og teymingu við bókun afmælis.

 

Við erum með einstaklega bjartan og rúmgóðan sal sem tekur allt að 60 manns í sæti. Við tökum við bókunum í síma 555 7000 eða á info@ishestar.is