Reiðnámskeið og reiðklúbbur

Þetta námskeið er sérsniðið fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennsku, byrja aftur eftir langan tíma eða eru hræddir við hesta. Markmið námskeiðsins er að kynnast hestinum og læra undirstöðuatriði í umhirðu hestsins, ásamt að geta umgengist hesta af öryggi og óttaleysi.

Reiðnámskeið fyrir fullorðna
Þetta námskeið er sérsniðið fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennsku, byrja aftur eftir langan tíma eða eru hræddir við hesta. Markmið námskeiðsins er að kynnast hestinum og læra undirstöðuatriði í umhirðu hestsins, ásamt að geta umgengist hesta af öryggi og óttaleysi.

Reiðklúbbur fyrir lengra komna
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist færni í útreiðum og verði sjálfstæðari knapar.


Inngangur að hestamennsku

Hestamennska er frábært áhugamál fyrir alla fjölskylduna. Allir meðlimir fjölskyldunnar geta fundið sér verkefni við hæfi og það er hollt og gefandi að annast hestana og njóta þess að fara saman í reiðtúra og eiga saman skemmtilegar stundir í hesthúsinu.

Hugmyndin er að veita þátttakendum innsýn í þennan heim og fá kynningu á því helsta sem hestamenn þurfa að hafa í huga hvað hestana og hestamennskuna varðar. Oft vex það fólki í augum að fara af stað og meðal markmiða þessa námskeiðs er að leiða fólki fyrir sjónir að það er óþarft og hvað hestamennska er einstaklega gefandi og skemmtilegt áhugamál fyrir unga sem aldna.

Við bjóðum einnig uppá aðstöðu fyrir barnaafmæli með hestateymingu en það er gífurlega vinsælt hjá yngri kynslóðinni. Sjá nánar hér

Einnig getum við tekið á móti smærri og stærri vinnuhópum og skipulagt ógleymanlega dagstund. Íslenski hesturinn er að sjálfsögðu í lykilhlutverki en við eigum nóg af þeim og þeir eru við allra hæfi. Sjá nánar hér