Markmið námskeiðsins er að kynnast hestinum og læra undirstöðuatriði í umhirðu hestsins, ásamt að læra að umgangast hesta af öryggi.


Reiðnámskeið – byrjendahópur

Við förum yfir undirstöðuatriði eins og feldhirðu, gangtegundir, jafnvægi knapans og að nemendur nái góðu og traustu sambandi við sinn hest. Gerðar verða stjórnunaræfingar í gerði ásamt því að fara í reiðtúra um svæðið í kringum Íshesta.
Kennt er á mánudögum og hefst fyrsta námskeiðið 19. nóvember kl. 17:00.
Bóka hér

Reiðnámskeið – Framhaldshópur

Þetta námskeið er sérsniðið fyrir þá sem búnir að vera á byrjendanámskeiði og eru að stíga næstu skref í hestamennskunni. Markmið námskeiðsins er að kynnast hestinum enn betur læra meira um umhirðu hestsins. Lagt er upp með meiri verklega kennslu og að nemendur öðlist færni í útreiðum.
Kennt er á þriðjudögum og hefst fyrsta námskeiðið 13. nóvember kl. 17:00.
Bóka hér

Námskeiðið er einu sinni í viku og stendur yfir í 4 vikur eða 4 skipti. Hvert námskeið er í 60 mín í senn.