Þessi námskeið eru upplögð fyrir börn sem hafa áhuga á hestum en hafa ekki hest né aðstöðu til að fara á hestbak. Að taka hest í fóstur getur verið góður undirbúningur ef maður hefur áhuga á að skella sér í hestamennskuna. 

Á námskeiðinu fá börnin úthlutaða hesta sem þau sjá um eins og sinn eigin. Börnin læra að hirða um hestana og fara í útreiðartúra. Þau munu læra að kemba, leggja á og ríða út auk þess sem þau taka þátt í almennri umhirðu hestanna, t.d. setja sag í stíur, hreinsa gerði og gefa. Þetta er liður í því að kynna fyrir börnunum hvað felst í því að eiga hest. Þátttakendur fá góða leiðsögn og þeim verður leiðbeint af þaulreyndum starfsmönnum okkar, fá góða innsýn inn í heim hestamennskunnar og öðlast mikilvægan skilning á því að hestamennska er ekki bara fólgin í því að hoppa í hnakkinn og ríða út.

Dagskrá fyrir vorönn 2019

Hestur í fóstur – Stubbar (7-8)
Laugardagar eru fyrir þá sem hafa ekki mikla reynslu af hestamennsku. Sunnudagar eru fyrir þá sem hafa farið á námskeið áður hjá okkur eða umgengist mikið hesta.
Laugardaga og sunnudaga kl. 9:00 – NOKKUR PLÁSS LAUS


Hestur í fóstur – Byrjendur (9-12)
Fyrir nemendur sem hafa ekki mikla reynslu af hestamennsku og einnig fyrir þá sem eru kjarklitlir í umgengni við hross
Laugardaga kl. 10:00 NÝTT 
Sunnudaga kl. 12:30 UPPSELT

Hestur í fóstur – Framhald I (9-15)
Fyrir nemendur sem hafa lokið að minnsta kosti einu reiðnámskeiði eða hafa farið á bak 30-40 sinnum síðustu 2-3 ár. Nemendur þurfa að vera tilbúnir að ríða á feti, brokki og tölti.
Laugardaga kl. 15:00 NÝTT
Sunnudaga kl. 15:00 UPPSELT

Hestur í fóstur – Framhald II yngra (9-12)
Fyrir nemendur sem hafa lokið að minnsta kosti einu Hestur í fóstur námskeiði hjá Íshestum. Nemendur þurfa að vera sjálfbjarga með að festa múl og leggja hnakk á hestinn sinn og geta setið allar gangtegundir nema skeið. Þurfa einnig að vera óhræddir og öruggir í allri umgengni við hross.
Laugardaga kl. 12:30 ÖRFÁ PLÁSS LAUS

Hestur í fóstur – Framhald II eldra (12-15)
Fyrir nemendur sem hafa lokið að minnsta kosti einu Hestur í fóstur námskeiði hjá Íshestum. Nemendur þurfa að vera sjálfbjarga með að festa múl og leggja hnakk á hestinn sinn og geta setið allar gangtegundir nema skeið. Þurfa einnig að vera óhræddir og öruggir í allri umgengni við hross.
Sunnudaga kl. 10:00 ÖRFÁ PLÁSS LAUS

 
Verð kr. 48.900

Systkinaafsláttur 10%

 

Nánari upplýsingar í síma 555-7000 eða á netfangi: info@ishestar