Þessi námskeið eru upplögð fyrir börn sem hafa áhuga á hestum en hafa ekki hest né aðstöðu til að fara á hestbak. Að taka hest í fóstur getur verið góður undirbúningur ef maður hefur áhuga á að skella sér í hestamennskuna. 

Á námskeiðinu fá börnin úthlutaða hesta sem þau sjá um eins og sinn eigin. Börnin læra að hirða um hestana og fara í útreiðartúra. Þau munu læra að kemba, leggja á og ríða út auk þess sem þau taka þátt í almennri umhirðu hestanna, t.d. setja sag í stíur, hreinsa gerði og gefa. Þetta er liður í því að kynna fyrir börnunum hvað felst í því að eiga hest. Þátttakendur fá góða leiðsögn og þeim verður leiðbeint af þaulreyndum starfsmönnum okkar, fá góða innsýn inn í heim hestamennskunnar og öðlast mikilvægan skilning á því að hestamennska er ekki bara fólgin í því að hoppa í hnakkinn og ríða út.

Í boði verða tvö námskeið, annað fyrir byrjendur og hitt fyrir lengra komna.

  • Byrjendahópur er fyrir þá sem hafa ekki mikla reynslu af því að umgangast hesta.
  • Framhaldshópur er fyrir þá sem hafa farið á reiðnámsskeið, eru óhrædd, örugg og geta verið sjálfbjarga með að leggja á hestinn sinn.
 

Nánari upplýsingar

  • Kennt er 1 sinni í viku, á sunnudögum í 12 vikur
  • Námskeiðið er í 120 mín. í senn
  • Námskeiðið hefst 9. september og lýkur 25. nóvember 2018  
  • Hámarksfjöldi er 12 á hvert námskeið
  • Aldurstakmark er 9 ára
 
Framhaldshópur er fyrir þá sem hafa farið á reiðnámsskeið og geta verið svolítið sjálfbjarga með að leggja á hestinn sinn.
 
Verð kr. 45.000

Systkinaafsláttur 10%

 

Nánari upplýsingar í síma 555-7000 eða á netfangi: info@ishestar