Þessi námskeið eru upplögð fyrir börn sem hafa áhuga á hestum en hafa ekki hest né aðstöðu til að fara á hestbak. Að taka hest í fóstur getur verið góður undirbúningur ef maður hefur áhuga á að skella sér í hestamennskuna. 

Börnin sjá um að kemba ”sínum” hesti, leggja á og fara í útreiðatúr. Einnig taka þau þátt í almennri umhirðu hestanna, t.d. setja sag í stíur, hreinsa gerði og gefa. Þetta er liður í því markmiði að kynna fyrir börnum hvað felst í því að eiga hest. Rétt er að taka fram að hér er ekki um að ræða  reiðkennslu undir stjórn menntaðs reiðkennara en þátttakendur fá góða leiðsögn og þeim verður leiðbeint af þaulreyndum starfsmönnum okkar, fá góða innsýn inn í heim hestamennskunnar og öðlast mikilvægan skilning á því að hestamennska er ekki bara fólgin í því að hoppa í hnakkinn og ríða út.

 
Aldurstakmark er 9 ára.
12 skipti. Byrjar 18 feb – 27 maí. (sunnudagar, ekki á rauðum dögum)
 
Framhaldshópur er frá kl 12:30 til 14:30 
Framhalds hópur er frá kl 15:00 til 17:00 UPPSELT
Framhaldshópur er fyrir þá sem hafa farið á reiðnámsskeið og geta verið svolítið sjálfbjarga með að leggja á hestinn sinn.
 
Verð kr. 45.000
Systkinaafsláttur 10%
Pantanir eru teknar í síma 555-7000 eða á netfangi: info@ishestar