Reiðskóli

Reiðskóli Íshesta og Sörla býður upp á skemmtileg reiðnámskeið í sumar.

 

Okkar markmið er að börnin kynnist íslenska hestinum, læri undirstöðuatriðin í reiðmennsku og hafi auðvitað gaman af.

 

Á námskeiðunum hjá okkur er aðeins einn nemandi um hvern hest og sama hestinn út námskeiðið. Við leggjum áherslu á mikið samneyti við hestana og erum dugleg að fara í reiðtúra þegar veður leyfir. Í reiðskólanum okkar er engin bókleg kennsla en verkleg kennsla fer fram í gegnum leik og starf með hestunum.

 

Foreldrum er boðið að koma á sýningu í reiðhöll Sörla síðasta kennsludaginn. Nánar auglýst á hverju námskeiði fyrir sig.

 

Yfirumsjón með námskeiðum sumarsins hefur Margrét Gunnarsdóttir sem er kennaramenntuð og yfirmaður í hesthúsi Íshesta. Hún hefur séð um námskeiðin undanfarin sex ár.

 

Námskeiðin eru 3 klukkustundir í senn í eina viku, 5 daga nema þegar annað er tekið fram.

 

Skráning fer fram í Nóra kerfinu og þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Skrá hér

Verð: 26.000 kr