TYPOLOGIES

Reiðnámskeið fyrir fullorðna

+ 1
DIFFICULTY

Low

MIN. AGE

18 years

27.900 kr.

Þetta námskeið er sérsniðið fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennsku, byrja aftur eftir langan tíma eða eru hræddir við hesta. Markmið námskeiðsins er að kynnast hestinum og læra undirstöðuatriði í umhirðu hestsins, ásamt að geta umgengist hesta af öryggi og óttaleysi.

 

Farið er yfir undirstöðuatriði eins og feldhirðu, gangtegundir, jafnvægi knapans og að nemendur nái góðu og traustu sambandi við sinn hest. Gerðar verða stjórnunaræfingar í gerði ásamt því að fara í reiðtúra um svæðið í kringum Íshesta.

 

 • Kennt er einu sinni í viku í 120 mín í senn og stendur námskeiðið yfir í 2 vikur.
 • Námskeið hefst kl. 17:00 á mánudögum og lýkur kl. 19:00
 • Nemendum er velkomið að koma fyrr og fara í viðeigandi klæðnað þ.e. kuldagalla, regngalla og stígvél þegar við á.

Athugið að lágmarksþátttaka er 3 á hverju námskeiði.

 • Kennt verður 1 sinni í viku og stendur námskeiðið yfir í 2 vikur eða 2 skipti
 • Hvert námskeið er í 120 mín í senn
 • Námskeiðið er á mánudögum kl. 16:00
 • Kennari er Margrét Gunnarsdóttir
 • Hámarksfjöldi er 6 á hvert námskeið

Á námskeiðinu færðu:

 • Hest og reiðtygi
 • Hjálm
 • Kuldagalla eða regnfatnað
 • Stígvél