TYPOLOGIES

Inngangur að hestamennsku

+ 1
DIFFICULTY

Low

MIN. AGE

18 years

29.900 kr.

Hestamennska er frábært áhugamál fyrir alla fjölskylduna. Allir meðlimir fjölskyldunnar geta fundið sér verkefni við hæfi og það er hollt og gefandi að annast hestana og njóta þess að fara saman í reiðtúra og eiga saman skemmtilegar stundir í hesthúsinu.

Hugmyndin er að veita þátttakendum innsýn í þennan heim og fá kynningu á því helsta sem hestamenn þurfa að hafa í huga hvað hestana og hestamennskuna varðar. Oft vex það fólki í augum að fara af stað og meðal markmiða þessa námskeiðs er að leiða fólki fyrir sjónir að það er óþarft og hvað hestamennska er einstaklega gefandi og skemmtilegt áhugamál fyrir unga sem aldna.

Meðal þess sem við farið verður yfir:

Við förum yfir undirstöðuatriði eins og að kemba og leggjum á hestana, lærum nokkrar gagnlegar stjórnunaræfingar í gerði og förum í stuttan reiðtúr. Á meðan hestarnir fá að vera úti í gerði, önnumst við gegningar í húsinu, mokum og setjum sag í stíur, gefum kvöldgjöf og annað nauðsynlegt. Að því loknu hleypum við hestunum inn úr gerðinu og kembum þeim létt á meðan þau borða. Við spreytum okkur á mismunandi gangtegundum og fáum góða gesti t.d. kemur dýralæknir og segir okkur frá því helsta sem fólk þarf að hafa í huga. Til okkar kemur járningamaður sem segir okkur frá því hvers vegna og hvernig hestar eru járnaðir.

Námskeiðið er á mánudögum kl. 16:00, 3 klst í senn og stendur yfir í 3 vikur.

  • Kennt verður 1 sinni í viku og stendur námskeiðið yfir í 3 vikur eða 3 skipti
  • Hvert námskeið er í 3 klst í senn
  • Námskeiðið er á mánudögum kl. 16:00
  • Hámarksfjöldi er 10 á hvert námskeið

Á námskeiðinu færðu:

  • Hest og reiðtygi
  • Hjálm
  • Kuldagalla eða regnfatnað
  • Stígvél