Reiðskóli Íshesta og Sörla

Reiðskóli Íshesta og Sörla býður upp á skemmtileg reiðnámskeið í sumar.

Okkar markmið er að börnin kynnist íslenska hestinum, læri undirstöðuatriðin í reiðmennsku og hafi gaman af.

Á námskeiðunum hjá okkur er aðeins einn nemandi um hvern hest. Við leggjum áherslu á mikið samneyti við hestana og erum dugleg að fara í reiðtúra þegar veður leyfir. Í reiðskólanum okkar er engin bókleg kennsla en verkleg kennsla fer fram í gegnum leik og starf með hestunum. Nemendur fá viðurkenningarskjal með mynd af sér og hestinum sínum í lok námskeiðs. Foreldrum er boðið að koma á sýningu síðasta kennsludaginn síðustu 40 mínúturnar. Nánar auglýst á hverju námskeiði fyrir sig.

 

Námskeiðin eru 3 klukkustundir í senn í eina viku eða 5 daga, nema þegar 17. júní ber uppá þá er kennt í 4 daga. Börnin þurfa að koma klædd eftir veðri, í góðum skóm og með hollt nesti.

Skráning fer fram í gegnum Sportabler hér  Fyrirspurnir sendist á tölvupóstfangið á reidskoli@ishestar.is

 

Sumardagskrá 2024

 

7-12 ára
Reiðskóli 1    10.-14. júní    09:00-12:00      29.900 kr. 
Reiðskóli 2    18.-21. júní     09:00-12:00      23.920 kr. 4ra daga námskeið
Reiðskóli 3    24. -28. júní     09:00-12:00      29.900 kr.

Reiðskóli 4    24.-28. júní       13:00-16:00      29.900 kr.
Reiðskóli 5    1.-5. júlí          09:00-12:00       29.900 kr.
Reiðskóli 9    1.-5. júlí          13:00-16:00      27.900 kr.
Athugið að skilyrði er að börn hafi klárað fyrsta bekk í grunnskóla.
*Einungis starfræktur ef næg þátttaka fæst sem er 10 skráningar.

 

Hestafjör – 2ja vikna námskeið fyrir 11-16 ára
Hestafjör er fyrir börn og unglinga sem hafa lokið öllum hefðbundnum námskeiðum og eru tilbúin í meira krefjandi reiðmennsku.

Hestafjör   10. júní-21. júní    13:00-16:00      64.900 kr.*
Athugið að ekki er kennt 17. júní. Námskeiðið er í 9 daga.

 

Innifalið: Þægir og góðir reiðhestar, öryggishjálmur og reiðtygi.