Hestur í fóstur

HESTUR Í FÓSTUR

Þessi námskeið eru upplögð fyrir börn sem hafa áhuga á hestum en hafa ekki hest né aðstöðu til að fara á hestbak. Að taka hest í fóstur getur verið góður undirbúningur ef maður hefur áhuga á að skella sér í hestamennskuna.

 

Á námskeiðinu fá börnin úthlutaða hesta sem þau sjá um eins og sinn eigin. Börnin læra að hirða um hestana og fara í útreiðartúra. Þau munu læra að kemba, leggja á og ríða út auk þess sem þau taka þátt í almennri umhirðu hestanna, t.d. setja sag í stíur, hreinsa gerði og gefa.

 

Þetta er liður í því að kynna fyrir börnunum hvað felst í því að eiga hest. Þátttakendur fá góða leiðsögn og þeim verður leiðbeint af þaulreyndum starfsmönnum okkar, fá góða innsýn inn í heim hestamennskunnar og öðlast mikilvægan skilning á því að hestamennska er ekki bara fólgin í því að hoppa í hnakkinn og ríða út.

 

Námskeiðið stendur yfir í 12 vikur og byrjar fyrsta námskeiðið 7. september og síðasta námskeiðinu lýkur 28. nóvember.

Dagskrá fyrir haustönn 2021

7-8 ára, fædd 2013-2014

LAUGARDAGAR KL. 9:00 – FULLBÓKAÐ
Byrjendanámskeið – Stubbar

 

Laugardagar eru fyrir þá sem eru að byrja og hafa enga eða litla reynslu af hestamennsku. Börnin læra að hirða um hestana og læra að umgangast þá af öryggi.

 

Námskeiðið er á kr. 38.000,-

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ

9-11 ára, fædd 2010-2012

FÖSTUDAGAR KL. 16:00 Blandaður hópur byrjendur og lengra komnir
SUNNUDAGAR KL. 12:30 – FULLBÓKAÐ

Byrjendur

 

Byrjenda og rólegheitanámskeið eru upplögð fyrir börn sem hafa áhuga á hestum en hafa ekki hest né aðstöðu til að fara á hestbak. Að taka hest í fóstur getur verið góður undirbúningur ef maður hefur áhuga á að skella sér í hestamennskuna.

 

Námskeiðið er á kr. 65.000,-

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ

12-16 ára, fædd 2006-2009 – Fullbókað

SUNNUDAGAR KL. 10:00
Framhald I eldra

 

Þátttakendur fá góða leiðsögn og þeim verður leiðbeint af þaulreyndum starfsmönnum okkar, fá góða innsýn inn í heim hestamennskunnar og öðlast mikilvægan skilning á því að hestamennska er ekki bara fólgin í því að hoppa í hnakkinn og ríða út. Fyrir nemendur sem eru óhræddir vð hesta og tilbúnir að ríða á feti, brokki og tölti.

 

Námskeiðið er á kr. 65.000,-

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ

SUNNUDAGAR KL. 9:00 Nokkur sæti laus
Framhaldsnámskeið – Stubbar

 

Framhaldsnámskeið er fyrir 7-8 ára börn sem hafa lokið Hestur í fóstur fyrir byrjendur 7-8 ára eða hafa verið mikið í kringum hesta og kunna að umgangast þá. Börnin læra að hirða um hestana að mestu, þau kemba, leggja á og fara á hestbak, mest inni í gerði eða reiðhöll og af og til í stutta reiðtúra. Þau taka þátt í almennri umhirðu hestanna, t.d. setja sag í stíur, hreinsa gerði og gefa. Þetta er liður í því að kynna fyrir börnunum hvað felst í því að eiga hest.

 

Þetta námskeið er fyrir þá sem hafa farið á reiðnámskeið áður eða verið í kringum hesta og eru óhræddir í umgengni við hross.

 

Námskeiðið er á kr. 38.000,-

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ

LAUGARDAGAR KL. 12:30 – FULLBÓKAÐ
Framhald I yngra

 

Þessi námskeið eru upplögð fyrir börn sem hafa áhuga á hestum en hafa ekki hest né aðstöðu til að fara á hestbak. Að taka hest í fóstur getur verið góður undirbúningur ef maður hefur áhuga á að skella sér í hestamennskuna. Fyrir nemendur sem hafa lokið að minnsta kosti einu reiðnámskeiði. Nemendur þurfa að vera óhræddir við hesta og tilbúnir að ríða hraðar en fet.

 

Námskeiðið er á kr. 65.000,-

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ

LAUGARDAGAR KL. 15:00 Blandaður hópur – framhald 1 og 2 FULLBÓKAÐ
LAUGARDAGAR KL. 10:00 FULLBÓKAÐ

Framhald II yngra

Framhald II er fyrir nemendur sem hafa lokið a.m.k einu hestur í fóstur námskeiði hjá Íshestum. Nemendur þurfa að vera sjálfbjarga með að festa múl og leggja hnakk á hestinn sinn og geta setið allar gangtegundir nema skeið. Nemendur þurfa að vera óhræddir og öruggir í allri umgengni við hross. Nemendur þurfa að vera sjálfbjarga með að festa múl og leggja hnakk á hestinn sinn og geta setið allar gangtegundir nema skeið. Þurfa einnig að vera óhræddir og öruggir í allri umgengni við hesta.

 

Námskeiðið er á kr. 65.000,-

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ

MIÐVIKUDAGAR KL. 16:00 Nokkur sæti laus
SUNNUDAGAR KL. 15:00 – FULLBÓKAÐ

Reiðklúbbur – Hestur í fóstur

 

Námskeið fyrir þá sem hafa mikla reynslu af hestamennsku og eru öruggir og óhræddir í umgengni við hross. Nemendur þurfa að vera sjálfbjarga með að leggja á sjálfir þ.e. beisla, festa múl og leggja hnakk á hestinn sinn og vanir að ríða allar gangtegundir nema skeið. Nemendur fá úthlutaðan hest sem þau hugsa um eins og sinn eigin á meðan á námskeiðinu stendur ásamt því að læra að vinna dagleg verk í hesthúsi.

 

Farið verður í verklega kennslu ásamt því að fara í lengri og styttri hópreiðar um svæðið. Þeir nemendur sem hafa næga reynslu að mati kennara munu fá tækifæri til að ríða út einir eða með öðrum nemendum án leiðbeinanda og upplifa þannig frelsið sem fylgir hestamennskunni og læra þannig að vera sjálfstæðari í hestamennskunni, alltaf verður þó boðið upp á ferðir með kennara fyrir þá sem það þurfa eða kjósa. Áfram eru dagleg verk í hesthúsi unnin af nemendum sem liður í því að kynna fyrir þeim allt það sem fylgir því að eiga sinn eigin hest.

 

Námskeiðið er á kr. 65.000,-

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ

Skráning í Stjörnuklúbbinn fer fram í gegnum tölvupóst: [email protected]

Nánari upplýsingar í síma 555-7000 eða á netfangi: [email protected]