Tungnarettir - Sheep Roundup

Hvað er íslenskara en að skella sér í réttir, upplifa einstaka stemningu, hitta fólk og fé og njóta um leið útiveru í íslenskri náttúru ríðandi á hesti! Tungnaréttir eru framundan og í samvinnu við Gústa og Jónínu í Myrkholti bjóða Íshestar sérferð á hestum þar sem riðið er til móts við fjársafnið sem smalað hefur verið á Kili dagana á undan. Gústi þekkir svæðið eins og lófann á sér enda farið margar fjallferðirnar. Við ríðum til móts við fjallmenn og aðstoðum þá við að reka féð í réttirnar og aðstoðum að sjálfsögðu við að draga í dilka á réttardaginn sjálfan.

Nánari lýsingu á ferðinni á ensku er að finna hér 

Sjón er sögu ríkari, hér má sjá video frá Tungnaréttum og skemmtilegar myndir af þessum aldagamla viðburði.

Athugið að ekki þarf að vera allan tímann. Vinsælt er að koma inn á degi 3 – en þá er riðið niður Haukadalsskóginn sem er mjög fallegt svæði.

Tilboðsverð pr. dag er 32.000 kr.

Innifalið í verði er: Hestar, reiðtygi, leiðsögn, matur og gisting að ógleymdu miklu glensi og fjöri.

Til að bóka eða fá nánari upplýsingar um ferð sendið tölvupóst á [email protected] eða hringið í 555 7000