Tilboðsverð

Svörtu sandar – Í suðri

Tveggja daga löng hestaferð þar sem riðið er frá Efri Úlfsstöðum í Landeyjum að Landeyjarsandi. Í suðri blasa Vestmannaeyjar við og í norðri m.a. Fljótshlíðin og hinn eini sanni Eyjafjallajökull.  Ferðin er tilvalin fyrir þá sem vilja ríða hæfilega langar…

Tveggja daga löng hestaferð þar sem riðið er frá Efri Úlfsstöðum í Landeyjum að Landeyjarsandi. Í suðri blasa Vestmannaeyjar við og í norðri m.a. Fljótshlíðin og hinn eini sanni Eyjafjallajökull. 

Ferðin er tilvalin fyrir þá sem vilja ríða hæfilega langar dagleiðir, njóta góðra veitinga í fallegri náttúru og kynnast skemmtilegu fólki í leiðinni. Á leið okkar næstu daga ríðum við nokkrar ár sem hressir og kætir hesta og menn. Því er gott að vera vel skóaður! 

Fullkomin tveggja daga ferð fyrir minna vana reiðmenn sem vilja ríða hæfilega langar dagleiðir

 

Fyrir reyndari reiðmenn: Löngufjörur – Strandreið & Á slóðum Laxárgljúfurs

 • Duration

  2 nætur & 2 dagar
 • Riding skills

  Fyrir byrjendur jafn sem vana knapa
 • Departures

  Brottfarir: 16, 23, 30 maí & 5 júní.
 • Accommodation

 • Note

 • Reservation code

What is included

Innifalið í ferð er:

 • Gisting í uppábúnum rúmum í 2 nætur
 • Fullt fæði á meðan á ferð stendur. Morgun-, hádegis- og kvöldverður
 • Allur reiðbúnaður eins og reiðtygi og hjálmur
 • Reiðkennsla
 • Leiðsögn á meðan á ferð stendur

Athugið að einstaklingar sem ferðast einir geta lent í herbergi með öðrum af sama kyni.

Attention

Gott að vita:

 • Það er gott að vera í líkamlegu góðu formi, sérstaklega til að komast á og af baki
 • 110 kg hámarksþyngd
 • Einstaklingar sem ferðast einir geta lent í herbergi með öðrum af sama kyni

 

 • Day by day itinerary
 • Useful information
 • Accommodation

Leiðarlýsing

Dagur 1
Áætluð koma að Efri-Úlfsstöðum er milli kl. 14:00 og 16:00.  Við byrjum á reiðkennslu og kynnumst hestum og samferðafólki. Að því loknu förum við í stuttan reiðtúr um sveitina áður en við komum aftur heim að bæ í slökun og góða máltíð.

Dagur 2
Eftir staðgóðan morgunverð leggjum við á hesta og ríðum sem leið liggur að svörtu ströndinni, Landeyjarsandi. Við ríðum ströndina með Atlantshafið næst okkur góða stund. Fáum okkur hressingu á leiðinni og hvílum hesta áður en við leggjum leið okkar lengra inn til lands. Á góðviðrisdögum sést til Eyjafjallajökuls, Þríhyrnings og jafnvel drottningarinnar sjálfrar, Heklu. 

Þegar komið er að Efri-Úlfsstöðum gefst góð stund til að hvíla lúin bein áður en við fáum okkur kvöldverð að hætti Sunnlendinga eftir amstur dagsins. 

Dagur 3 

Að morgunverði loknum er komið að kveðjustund og haldið heim á leið.

Í hestaferðum sem þessum er gott að hafa meðferðis:

 • Hlýjan jakka eða úlpu
 • Góða peysu, lopa- eða flíspeysu.
 • Hlýja og góða sokka, buff eða trefil, húfu undir hjálminn
 • Reiðbuxur eða þægilegar buxur til að ríða út í
 • Handklæði
 • Flugnanet
 • Sólarvörn
 • Sólgleraugu
Recomended on Trip Advisor

Testimonials from happy riders