Tilboðsverð

Löngufjörur – Strandreið

Hestamenn halda því fram að besta leiðin til að kynnast landinu okkar sé á hestbaki. Það á afar vel við hestaferð um Löngufjörur Snæfellsness. Svæðið er einstaklega töfrandi og býður upp á ótrúlega fjölbreytt landslag, ölkeldur, ljósbleikar strendur og lífleg…


Hestamenn halda því fram að besta leiðin til að kynnast landinu okkar sé á hestbaki. Það á afar vel við hestaferð um Löngufjörur Snæfellsness. Svæðið er einstaklega
töfrandi og býður upp á ótrúlega fjölbreytt landslag, ölkeldur, ljósbleikar strendur og lífleg fuglabjörg.

Fáir þekkja fjörurnar jafn vel og Ólöf og Siggi á Kálfalæk. Í hartnær fjóra áratugi hafa þau farið með hópa um þetta stórkostlega svæði. Gefum einum gestanna sem slóst í för með þeim fyrir nokkrum árum síðan orðið: ,,Ljósbleikar strendur svo langt sem augað eygir, glampandi sólskin sem svíður á kinnum og yndislegt öldugjálfrið. Mér finnst eins og ég sé stödd í útlöndum, en er þó ekki lengra í burtu frá höfuðborginni en vestur á Snæfellsnesi, á öðrum degi af sex í reiðtúr með Íshestum. Í fjöldamörg ár hefur fyrirtækið boðið upp á ýmsa reiðtúra um landið og hafa ferðirnar um Snæfellsnesið verið  mjög vinsælar. Engan þann sem riðið hefur eftir hinum 80 km löngu Löngufjörum skal það undra, því það er yndisleg tilfinning að þeysast strandlengjuna á góðum gæðingi og virða landslagið fyrir sér.” Betur verður þessu ekki lýst.

Við komum að kvöldi fyrsta dags að Kálfalæk og komum okkur vel fyrir í vistarverum þar sem við munum gista á sama stað næstu fjórar nætur. Við hefjum flesta dagana snemma, fáum okkur morgunverð og gerum okkur klár í reiðina. Við upplifum nýja hluti og nýjar hliðar í nánast hverju spori og snúum sátt og svöng heim í kvöldverð á Kálfalæk og söfnum kröftum fyrir áframhaldandi ævintýri.

Fyrir reyndari reiðmenn: Á slóðum Laxárgljúfurs & fyrir minna vana Svörtu sandar – í suðri

 • Duration

  4 nætur & 4 reiðdagar
 • Riding skills

  Fyrir knapa sem hafa reynslu
 • Departures

  Brottför: 3. júní
 • Accommodation

 • Note

 • Reservation code

  IH-1 IS

What is included

Innifalið í ferð er:

 • Gisting í uppábúnum rúmum í 4 nætur
 • Fullt fæði á meðan á ferð stendur
 • Reiðbúnaður ef óskað er eftir
 • Leiðsögn á meðan á ferð stendur

Athugið að einstaklingar sem ferðast einir geta lent í herbergi með öðrum af sama kyni.

Attention

Gott að vita:

 • Það er gott að vera í líkamlegu góðu formi, sérstaklega til að komast á og af baki
 • 110 kg hámarksþyngd
 • Einstaklingar sem ferðast einir geta lent í herbergi með öðrum af sama kyni
 • Þegar ekið er í smárútu á gististað gætu verið minni en tveir metrar á milli manna

 • Day by day itinerary
 • Useful information
 • Accommodation

Fyrsta daginn tökum við snemma og ríðum niður að fjöru og stefnum í vestur. Jökullinn blasir við okkur og við ríðum að Kolviðarnesi þar sem við geymum hestana í haga yfir nóttina. Ökum sem leið liggur að Kálfalæk, snæðum kvöldverð að hætti heimamanna og slökum á í pottinum.

Annan daginn ríðum við áfram í vesturátt. Hestar fyllast fjöri á sandinum, eiga auðvelt með töltið og njóta lífsins. Við ljúkum reiðtúr dagsins á Tröðum og höldum heim á Kálfalæk.

Við ríðum sömu leið til baka á degi þrjú og fjögur með allt aðra sýn á fjöru og fjall. Nú er sprett úr spori enda við orðin sjóuð í hnakknum. Við ljúkum ferð okkar á Kálfalæk síðla dags þar sem við kveðjum menn og hesta og höldum heim á leið. Upplifun síðustu daga mun lengi lifa í minningunni.

Í hestaferðum sem þessum er gott að hafa meðferðis:

 • Hlýjan jakka eða úlpu
 • Góða peysu, lopa- eða flíspeysu.
 • Hlýja og góða sokka, buff eða trefil, húfu undir hjálminn
 • Reiðbuxur eða þægilegar buxur til að ríða út í
 • Handklæði
 • Flugnanet
 • Sólarvörn
 • Sólgleraugu
 • Stóri Kálfalækur Farm

  Stóri-Kálfalækur Farm, the home of our farmers Siggi and Ólöf is situated in rich farmland close to the ocean and the wonderful beaches of the Snæfellsnes Peninsula. It’s a renovated farmhouse with a sleeping up to 20 persons so it’s plenty of space for everybody. Large kitchen and a spacious dining room. Together with the well-known hospitality of your hosts this will make an excellent place to stay.
  • Number of rooms:  8 (2-4 bedded)
  • Number of beds:  20
  • Outdoor jacuzzi:  Yes
  • Number of showers:  5
  • GSM connection:  Yes, but not good
  • WiFi: No
  • Made up beds: Yes
  • Number of WC:  5
Recomended on Trip Advisor

Testimonials from happy riders