Hestafjör – 12-15 ára

Námskeið fyrir þá sem hafa einhverja reynslu af hestamennsku og eru öruggir og óhræddir í umgengni við hross. Þessi námskeið verða með breyttu sniði en fyrri námskeið. Nemendur fá úthlutaðan hest sem þau hugsa um eins og sinn eigin á…

Námskeið fyrir þá sem hafa einhverja reynslu af hestamennsku og eru öruggir og óhræddir í umgengni við hross.

Þessi námskeið verða með breyttu sniði en fyrri námskeið. Nemendur fá úthlutaðan hest sem þau hugsa um eins og sinn eigin á meðan á námskeiðinu stendur ásamt því að læra að vinna dagleg verk í hesthúsi.

Farið verður í verklega kennslu ásamt því að fara í lengri og styttri hópreiðar um svæðið. Þeir nemendur sem hafa næga reynslu að mati kennara munu fá tækifæri til að ríða út einir eða með öðrum nemendum án leiðbeinanda og upplifa þannig frelsið sem fylgir hestamennskunni og læra þannig að vera sjálfstæðari í hestamennskunni, alltaf verður þó boðið upp á ferðir með kennara fyrir þá sem það þurfa eða kjósa. Við munum ríða út í Heiðmörk og í kringum Helgafell.

Þetta námskeið er tilvalið fyrir nemendur sem hafa verið á Hestur í fóstur námskeiðum hjá Íshestum en það er þó ekki forkrafa.

 

 • Duration

  3 klst í senn í 2 vikur
 • Riding skills

 • Departures

  kl. 9:00
 • Accommodation

 • Note

 • Reservation code

What is included

Attention

 • Day by day itinerary
 • Useful information
 • Accommodation
Recomended on Trip Advisor

Testimonials from happy riders