Við bjóðum upp á ýmis konar hestanámskeið fyrir bæði börn og fullorðna allt árið um kring.

Dagskrá fyrir haustið 2018

Hestur í fóstur
Þessi námskeið eru upplögð fyrir börn sem hafa áhuga á hestum en hafa ekki hest né aðstöðu til að fara á hestbak. Að taka hest í fóstur getur verið góður undirbúningur ef maður hefur áhuga á að skella sér í hestamennskuna.

Hestur í fóstur fyrir 9 ára og eldri
Hestur í fóstur fyrir 7-8 ára

Reiðnámskeið fyrir fullorðna
Þetta námskeið er sérsniðið fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennsku, byrja aftur eftir langan tíma eða eru hræddir við hesta.
Markmið námskeiðsins er að kynnast hestinum og læra undirstöðuatriði í umhirðu hestsins, ásamt að geta umgengist hesta af öryggi og óttaleysi.

Við bjóðum einnig uppá aðstöðu fyrir barnaafmæli með hestateymingu en það er gífurlega vinsælt hjá yngri kynslóðinni. Sjá nánar hér

Einnig getum við tekið á móti smærri og stærri vinnuhópum og skipulagt ógleymanlega dagstund. Íslenski hesturinn era ð sjálfsögðu í lykilhlutverki en við eigum nóg af þeim og þeir eru við allra hæfi. Sjá nánar hér