Við bjóðum upp á ýmis konar hestanámskeið fyrir bæði börn og fullorðna allt árið um kring.

Dagskrá fyrir vorönn 2019

Hestur í fóstur
Þessi námskeið eru upplögð fyrir börn sem hafa áhuga á hestum en hafa ekki hest né aðstöðu til að fara á hestbak. Að taka hest í fóstur getur verið góður undirbúningur ef maður hefur áhuga á að skella sér í hestamennskuna.

Hestur í fóstur – Stubbar (7-8)
Hestur í fóstur – Byrjendur (9-12)
Fyrir nemendur sem hafa ekki mikla reynslu af hestamennsku og einnig fyrir þá sem eru kjarklitlir í umgengni við hross
Hestur í fóstur – Framhald I (9-15)
Fyrir nemendur sem hafa lokið að minnsta kosti einu reiðnámskeiði eða hafa farið á bak 30-40 sinnum síðustu 2-3 ár. Nemendur þurfa að vera tilbúnir að ríða á feti, brokki og tölti.
Hestur í fóstur – Framhald II yngra (9-12)
Fyrir nemendur sem hafa lokið að minnsta kosti einu Hestur í fóstur námskeiði hjá Íshestum. Nemendur þurfa að vera sjálfbjarga með að festa múl og leggja hnakk á hestinn sinn og geta setið allar gangtegundir nema skeið. Þurfa einnig að vera óhræddir og öruggir í allri umgengni við hross.
Hestur í fóstur – Framhald II eldra (12-15)
Fyrir nemendur sem hafa lokið að minnsta kosti einu Hestur í fóstur námskeiði hjá Íshestum. Nemendur þurfa að vera sjálfbjarga með að festa múl og leggja hnakk á hestinn sinn og geta setið allar gangtegundir nema skeið. Þurfa einnig að vera óhræddir og öruggir í allri umgengni við hross.

Reiðnámskeið fyrir fullorðna
Þetta námskeið er sérsniðið fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennsku, byrja aftur eftir langan tíma eða eru hræddir við hesta. Markmið námskeiðsins er að kynnast hestinum og læra undirstöðuatriði í umhirðu hestsins, ásamt að geta umgengist hesta af öryggi og óttaleysi.

Reiðnámskeið fyrir fullorðna – byrjendahópur
Reiðklúbbur fyrir lengra komna

Við bjóðum einnig uppá aðstöðu fyrir barnaafmæli með hestateymingu en það er gífurlega vinsælt hjá yngri kynslóðinni. Sjá nánar hér

Einnig getum við tekið á móti smærri og stærri vinnuhópum og skipulagt ógleymanlega dagstund. Íslenski hesturinn era ð sjálfsögðu í lykilhlutverki en við eigum nóg af þeim og þeir eru við allra hæfi. Sjá nánar hér