d94c8450-be1c-4bc7-abab-6a4238774553 (1) nýtt

Ertu að leita að einhverju sérstöku og öðruvísi til að þjappa hópnum þínum saman? Hæfilega blöndu af vinnu og skemmtun?

Við hjá Íshestum getum nú tekið á móti vinnuhópum og skipulagt ógleymanlega dagstund fyrir hópinn þinn. Íslenski hesturinn er auðvitað í lykilhlutverki, við eigum nóg af þeim og þeir eru við allra hæfi. Öll aðstaða okkar í Hestamiðstöðinni í Hafnarfirði er til fyrirmyndar og þar er m.a. fullkomið eldhús.

Dæmigerð dagskrá gæti litið svona út

14:00 — Mæting í Hestamiðstöðina

Vinnufundur. Margir vilja gjarnan hafa stuttan vinnufund með hópnum, ræða framvindu ársins, helstu verkefni o.fl.

15:30 — Gert klárt fyrir reiðtúrinn

Farið yfir og rifjuð upp helstu atriði reiðmennskunnar, hestar valdir. Fólk stígur á bak og prófar í góðri inniaðstöðu áður en lagt er í hann. Stígið í hnakkinn og riðið á góðum stígum um einstaklega fallegt svæði undir góðri leiðsögn starfsmanna okkar. Allt eftir þörfum hvers og eins. Sumir vilja fara hraðar yfir, aðrar hægar – ekkert mál. Förum góðan hring um svæðið.

17:00 — Hressing

Hressing bíður þegar aftur er komið í hús. Afrek dagsins skeggrædd. Kokkurinn okkar töfrar fram kvöldmáltíð að hætti hússins sem öllum mun líka.

 

Umsögn

„Mjög skemmtileg leið til að gera eitthvað óvenjulegt þegar að hópefli kemur. Skemmtilegar reiðleiðir í fallegu umhverfi. Allir fengu hesta við hæfi og nutu útiverunnar. Á eftir gátum við setið og fengið okkur hressingu í frábæru hesthúsi.“

Kristinn Eiríksson, Advania
Framkvæmdstjóri, Viðskiptalausnir

Skemmtileg og góð skemmtun! 

Ekki hika við að hafa samband við okkur til að fá nánari upplýsingar og verðtilboð sem tekur mið af ykkar þörfum. Annað hvort með því að senda póst á [email protected] eða í síma 555 7000.