Reiðskóli Íshesta og Sörla býður upp á skemmtileg reiðnámskeið í sumar. Okkar markmið er að börnin kynnist íslenska hestinum, læri undirstöðuatriðin í reiðmennsku og hafi auðvitað gaman af. Foreldrum er boðið að koma á sýningu í reiðhöll Sörla síðasta kennsludaginn. Nánar auglýst síðar. 

Yfirumsjón með námskeiðum sumarsins hefur Margrét Gunnarsdóttir sem er kennaramenntuð og yfirmaður í hesthúsi Íshesta. Hún hefur séð um námskeiðin undanfarin fjögur ár.

Námskeiðin eru 3 klukkustundir í senn.

Veljið dagsetningu til að bóka og klikkið á Book this tour!

Sumardagskrá 2020

6-8 ára, börn fædd 2011-2013*
Reiðskóli 1    15.-19. júní         09:00-12:00      17.200 kr. Full bókað
Reiðskóli 3    22.-26. júní         09:00-12:00      21.500 kr.  Full bókað
Reiðskóli 5    29. júní-3. júlí    09:00-12:00      21.500 kr. Full bókað
Reiðskóli 9    13.-17. júlí          09:00-12:00      21.500 kr.
*6 ára börn verða að hafa klárað fyrsta bekk í grunnskóla.

9-12 ára, börn fædd 2008 – 2010
Reiðskóli 2    15.-19. júní         13:00-16:00      17.200 kr. Full bókað
Reiðskóli 4    22.-26. júní         13:00-16:00      21.500 kr. Full bókað
Reiðskóli 6    29. júní-3. júlí    13:00-16:00       21.500 kr. 
Reiðskóli 7   6.-10. júlí              09:00-12:00        21.500 kr.
Reiðskóli 8   6.-10. júlí             13:00-16:00       21.500 kr.
Reiðskóli 10 13.-17. júlí          13:00-16:00       21.500 kr. 

Hestafjör – 2 vikna námskeið fyrir 12-15 ára, börn fædd 2005-2008
15.-26. júní           09:00-12:00     52.000 kr.

29. júní-10. júlí    09:00-12:00     52.000 kr.

Innifalið: Þægir og góðir reiðhestar, öryggishjálmur og reiðtygi.

ATH. Við bjóðum upp á 10% systkinaafslátt, vinsamlegast hafið samband ef að þið viljið nýta ykkur þennan afslátt á info@ishestar.is

Skoða önnur námskeið